Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 732 svör fundust

Hvað merkir orðatiltækið „að bregða hampi í augu einhvers”?

Þetta orðatiltæki virðist sjaldgæft í íslensku. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég aðeins fundið eitt dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans úr Norðanfara 13. árgangi, bls. 70 en það rit kom út á síðari hluta 19. aldar. Dæmið er svona: „en ekki þarf hann að bregða hampi í augu almennings með því, þegar rjett er aðgætt.” Me...

Nánar

Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað búa margir í Noregi, og hvað er landið stórt? (Þorkell Guðjónsson)Hvað er Grænland stórt? (Arnar Ingi)Hvar er Víetnam? (Bjarni Jónasson)Upplýsingar af þessu tagi er gott að finna á GeoHive. Til að finna lista yfir lönd sem eru stærst eða mest á tilteknu sviði, ...

Nánar

Hvað er ský á auga?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ský á auga? Hvers vegna skemmast augasteinarnir? Ský á auga eða drer nefnist það sjúkdómsástand þegar augasteinninn er ekki glær heldur skyggður sem aftur veldur óskýrri sjón. Ef sjúkdómurinn er langt á veg kominn sést að augasteinninn er grár. Slík ský geta komið samtími...

Nánar

Hvað eru margir staðir á Íslandi sem byrja á stafnum M eða H?

Á Veraldarvefnum er hægt að leita að staðarnöfnum í sérstakri Örnefnaskrá. Ef slegnir eru inn bókstafirnir M og H, leitar forritið að öllum staðarnöfnum í grunninum sem byrja á stöfunum. Samkvæmt talningu byrja 913 staðarnöfn á M og 2783 á H. Hér sést kort með fjölmörgum staðarnöfnum sem byrja á H....

Nánar

Hvað éta býflugur?

Helsta fæða býflugna er hunang og frjókorn sem þær fá úr blómplöntum. Ef skortur er á slíkri fæðu leita þær í næringarríkan vökva úr ýmsum ávöxtum og jafnvel hungangslögg sem ýmsar tegundir skordýra seyta. Býflugur (Apis mellifera) nærast fyrst og fremst á blómplöntum. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:Er hun...

Nánar

Hvernig á maður að svara spurningum?

Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...

Nánar

Eiga skólar að sjá um uppeldi?

Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og einhver kynni að ætla í fyrstu. Í skólasamfélagi nútímans er lögð mikil áhersla á samvinnu heimilis og skóla. Jákvætt viðhorf foreldra og kennara til skóla og menntunar skilar sér í jákvæðara viðhorfi nemenda til náms og skólaumhverfisins. Þar sem mörg börn og un...

Nánar

Hver er skilgreiningin á hreinræktuðum hundi?

Hundarækt hefur verið stunduð öldum saman og frá upphafi hefur markmiðið verið hið sama; að rækta hunda með ákveðna eiginleika til dæmis varðandi skapferli, vinnueðli, útlit eða stærð. Hreinræktaðir hundar eru skráðir í viðurkennda ættbók, þar sem ætterni og tegund er staðfest. Á Íslandi er Hundaræktarfélag Ís...

Nánar

Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?

Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...

Nánar

Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi?

Erfitt er að segja til um hver séu 10 sjaldgæfustu nöfn á Íslandi. Sum nöfn, sem áður voru þekkt, eru að hverfa og ef til vill aðeins einn eða tveir sem bera þau nú. Sem dæmi mætti nefna Hinrika, Ingifríður, Jónadab. Í dag er vinsælt að leita óvenjulegra nafna og eru því til ýmis nöfn sem aðeins eru borin af einni...

Nánar

Hvað er heimakoma?

Heimakoma eða húðnetjubólga er bakteríusýking í húð, trúlega orsökuð af sýklum sem komast inn um sár. Hana er oftast að finna á andliti eða fótum en hún getur þó komið fram hvar sem er á líkamanum. Heimakoma lýsir sér sem roði, þroti og eymsli og stundum sem rauð strik sem ná frá sýkta svæðinu til næstu eitla. Hen...

Nánar

Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann?

Litín eða litíum hefur margs konar verkun á líkamann. Það verkar á frumuveggi, efnaskipti og svörun við hormónum og á taugaboð. Litín er mikilvægt lyf í meðhöndlun tvískauta lyndisröskunar (geðhvarfa, e. manic-depressive) en ekki er fullljóst í hverju áhrif þess á þessa geðröskun er fólgin. Líklega er það hamlandi...

Nánar

Hvert er póstnúmerið (Zip Code) í New York?

Þessi spurning fellur ekki undir verksvið Vísindavefsins eins og hún er fram sett. Við svörum þó oft slíkum spurningum með því að veita einhvern almennan fróðleik um leið eða með því að benda lesendum á hvernig megi afla upplýsinga, til dæmis á Veraldarvefnum. Og svo þykir okkur ágætt að geta orðið að liði ef note...

Nánar

Hvaða fugl flýgur hæst?

Lengi hefur verið talið að fuglar af ætt gamma séu þeir fuglar sem fljúga hæst allra fugla þegar þeir láta sig svífa í uppstreyminu í nokkurra kílómetra hæð og leita að hræjum. Gammar hafa einnig afar góða sjón. Árið 1973 lenti gammur af tegundinni “Ruppells griffon” (Gyps rueppellii) í árekstri við farþegaflug...

Nánar

Fleiri niðurstöður